Vivax

  Vivax Vloc3 er sóntæki til að finna kapla og málmrör í jörðu , tækið er nútíma hönnun með öllum möguleikum.

hágæða litskjár og stillanlegt viðmót tryggir að allar aðgerðir eru í flýtitökkum .Viðbótarbúnaður er td A-stafur og Marker Locator . Þannig að ekki er þörf á öðru tæki . Öllum tækjum frá Vivax fylgir veflausn sem geymir allar staðsetningar , aðgengilegt úr tölvu eða síma, hægt að laga til, taka út mæligögn sem öll þekktari teikniforrit nota og einnig varpa í það format sem hentar , svo sem ISN93.

Vivax Vloc3 RTK er fullbúið sóntæki með rauntímaleiðréttingu.Tækið vistar punkt og mælingu um leið . Mælingin vistast einnig í vefþjón gegnum sama gagnakort og leiðréttingin. Einnig er hægt að senda staðsetningu í tækið og leiðir það notandann á staðsetninguna.

Vscan er einfaladri útgáfa sóntækis. Tækið er samt búið nýjustu tækni. Staðlað tæki hjá GLI ehf er með Bluetooth og málmleitartæki. Bluetooth möguleikinn leyfir að farsími sé notaður sem staðsetningartæki og vistast gögnin í vefþjón. Nákvæmnin er eins góð og tækið sem er notað. Tækið er einnig hægt að aðlaga að notanda og er það með 33khz, radio, 50hz ásamt sondu. 1w sendir er meðal aukabúnaðar á mynd

Vivax Vcam6 er lagnamyndavél . 4tb minni er í tækinu og hleðslubatterí hægt er að skipta um myndavélar en þær eru 34mm og 46mm.

Kapallengdin er 60-120m og ymiss aukabúnaður fáanlegur. Hægt er að sóna kapalinn og myndavélina og greina á milli.